fbpx

Tim Cook - Samsung

  Stríðið milli Apple og Samsung heldur áfram. Undanfarin 5 ár hefur Apple varla minnst einu orði á önnur fyrirtæki í viðburðum sínum. Það breyttist í gær þegar Tim Cook lagði áherslu á að hvernig sum iOS forrit væru sniðin með iPadinn í huga, en þá kvað hann forrit keppinautanna vera heldur ljót, og tók Samsung spjaldtölvuna sem dæmi.Hann byrjaði á að dásama úrval iPad forrita í App Store, og bara síðan saman tvö forrit, Twitter og Yelp, sem eru til á Android og iOS. Um Twitter forritið á Samsung spjaldtölvunni hafði hann þetta að segja:

It kind of looks like a blown up smartphone app, because that’s exactly what it is. Compare that to Twitter running on iPad. You can view the tweets, you can see webpages, and photos and videos that are mentioned in the tweet on the big beautiful screen.

Tim Cook - Twitter iPad

  Um Yelp hafði hann svo þetta að segja:

It looks like a stretched out smartphone app. Lots of white space, tiny text. It’s kind of hard to see. Compare that to Yelp running on the iPad. Clearly designed to take advantage of the large canvas.

Áhugasamir geta horft á iPad kynninguna, en Tim Cook lét ummælin falla þegar u.þ.b. 20 mínútur voru búnar af kynningunni.

Avatar photo
Author

Write A Comment