FIFA er meðal vinsælustu leikja ár hvert á PlayStation og Xbox, og því er það okkur sönn ánægja að færa þær gleðifréttir að demo fyrir FIFA 15 er komið í PSN búðina.
Bandaríska tæknifyrirækið Microsoft og flatbökukeðjan Pizza Hut hafa tekið höndum saman, en Xbox 360 geta nú pantað sér pizzu frá fyrirtækinu beint úr Xbox Live.
Netflix er gríðarlega vinsæl VOD (video on demand) þjónusta út um allan heim sem höfðar m.a. til notenda vegna þess hversu viðráðanlegt verðið er á þjónustunni (frá $8.99 á mánuði) og einnig því hægt er að nota þjónustuna í öllum tækjum (leikjatölvum, margmiðlunarspilurum, snjallsjónvörpum o.s.frv.).
Athugið!
Nú er Netflix í boði á Íslandi. Mörgum finnst úrvalið á íslenska Netflix ekki vera nógu gott (einkum þeim sem notuðu bandaríska Netflix áður) og ef þú ert einn þeirra, þá mælum við með því að þú lesir leiðarvísi okkar til að nota Hulu eða Amazon Prime Video.