fbpx

iphoneattFráþví 8. apríl síðastliðinn, þá er hægt að opna (einnig oft talað um þetta sem aflæsingu) iPhone síma sem eru læstir á símkerfi AT&T í Bandaríkjunum.

Með því fylgja leiðbeiningunum að neðan, þá getur þú verið með opinn iPhone síma, sem er laus við allt vesen. Það þýðir að mögulegt verður að uppfæra og restore-a símann hvenær sem er án nokkurra vandræða.

 

Þarf ég að uppfylla einhver skilyrði?

Til þess að opna símann þá þarf iPhone samningur við AT&T að vera útrunninn (fáir Íslendingar sem þekkja það) eða síminn var keyptur án samnings, en samt læstur (þetta var oft tilfellið hjá þeim Íslendingum sem keyptu síma sína í litlum raftækjaverslunum í New York eða Best Buy).

Ef þú keyptir læstan iPhone á eBay, þá nægir oft að vísa til þeirra kaupa þegar þú óskar eftir því að AT&T opni símann fyrir þig.

 

Aflæsingarferlið

Skref 1:
Finndu IMEI númerið á símanum þínum. Þú finnur það með því að fara í Settings > General > About. Skrunaðu þar niður og finndu IMEI. Passaðu að gera engar villur þegar þú skrifar niður IMEI númerið, því annars verður ekki hægt að opna símann:

Skref 2:

Hringdu í AT&T. Við mælum með því að þú notir Google Voice (Call Phone í Gmail) eða Skype til að hringja í AT&T, því annars áttu von á háum símreikningi. Númerið þeirra er 1-800-335-4685.

Skref 3:
Þegar þú talar við aðila í þjónustuverinu þínu, segðu þá að þú sért með iPhone síma og óskir eftir því að þeir opni hann fyrir þig (e. Unlock request for an iPhone). Einstaklingurinn á hinum enda línunnar mun mögulega biðja þig um nótuna fyrir símanum (e. proof of purchase) og ef þú átt hana þá þarftu að faxa hana til þeirra. Ef þú átt hana ekki þá skaltu bara greina frá því, og vona það besta.

Skref 4: Það er misjafnt hversu langan tíma það tekur að opna símann. Sumir hafa greint frá því að það hafi gerst samdægurs, en aðrir eru enn að bíða. Eftir X marga daga þá muntu fá eftirfarandi tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú opnar símann:

Athugið að það gæti tekið nokkrar hringingar til að AT&T opni símann. Sumum aðilum í þjónustuverinu virðist ekki vera kunnugt um að AT&T sé að verða við þessum beiðnum, og ef það er tilfellið þá þakkarðu bara fyrir það, og hringir aftur.Eftir vel heppnað símtal við AT&T þá mun fyrirtækið senda beiðni til að opna iPhone símann þinn, og þú munt þurfa að restore-a iPhone símann í iTunes til að klára aflæsingarferlið. Að því loknu þá muntu sjá eftirfarandi skilaboð í iTunes:

 

Nú geturðu notað hvaða micro-SIM kort sem er í símanum án þess að þurfa að styðjast við Gevey SIM-kort eða aðrar aflæsingarlausnir.

Avatar photo
Author

10 Comments

    • Já, síðan um helgina, þá hafa þeir bætt þessu við. Þú hefur eflaust heyrt skilaboðin: 
      „If you are calling about unlocking an iPhone, for faster processing email unlockintl@amcustomercare.att-mail.com“

      Okkur skilst að ef maður sendir tölvupóst þá sé áskilið að maður eigi kvittun fyrir símanum líka, sem margir eiga ekki. Ef þú átt kvittunina þá er um að gera að senda þeim tölvupóst, en annars er betra að hanga á línunni og tala við einhvern aðila frá þeim.

        • Ég hef ekki prófað það. Sumir (endurtek sumir) hafa líka náð að gera þetta með því að fara á síðu þjónustusíðu AT&T hérna: https://www.att.com/olam/passthroughAction.myworld?actionType=tech#

          Fara þar í Register og búa til reikning.

          Þegar maður er kominn með reikning, þá innskráir maður sig, smellir á „Technical Support“ og segir að maður vilji láta opna iPhone síma.

          Ef þessi leið virkar þá er hún eflaust einföldust, þar sem maður nær sambandi við aðila, og fær að vita samstundis hvort síminn manns sé kominn í röð fyrir aflæsingu eða eitthvað þvíumlíkt.

    •  Ég fékk aldrei svar við tölvupóstinum en ég náði sambandi við alvöru persónu í síma í kvöld, og hann vara bara hress og lofaði að redda þessu og ég er komin með case númer. Nú þarf bara Apple að senda mér unlock kóda.

      • Eliasarnar Reply


        Vil bara benda á að þetta email virkar ekki
        En ég fann aðra email adressu sem virðist virka,alla vegana fékk ég strax mail til baka frá þeim og í morgun fékk ég case númer frá þeim.
        Notaði þessa adressu: icare3@amcustomercare.att-mail.com
        Kveðja
        Elías A

      • Eftir langa stund fékk ég unlock e-mail og allt sem ég átti að gera var að gera restore i gegnum iTunes. En því miður virkaði það ekki. Ég prófaði að hringja og tala við þá hjá AT/T þrisvar sinnum í viðbót en hef ekki enn fengið 3GS símann minn aflæstann!!!!!

  1. Hæ, ég hef verið að nota Gevey sim kort til að aflæsa mínum iPhone, ég prófaði að hringja núna í vikunni og notaði þessar leiðbeiningar og fékk svar um að haft yrði samband við mig 5 september, en þegar ég kíkti á emailið hjá mér um kvöldið var svar frá at&t að beiðnin hefði verið móttekin og annar póstur um að beiðnin hefði verið leyst, ég restoraði svo í 5.1.1 í iTunes og fékk langþráð skilaboð um að Your iphone has been unlocked 🙂 takk fyrir leiðbeiningarnar.

  2. með læstan síma frá Svíþjóð sem búið er að uppfæra í 6,1 samningur búinn einhver ráð til að opna

    • Það eru til þjónustur sem bjóða upp á að aflæsa iPhone símum sem eru læstir á sænsk símafyrirtæki. Ef þú veist hvaða símafyrirtæki iPhone síminn er læstur á og módel símans, þá getum við kannað betur hversu mikið það kostar að aflæsa símanum.

Write A Comment