Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.
YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit.
Google svaraði kallinu með þessu nýja forriti, sem áað vera hraðara og með meiri möguleika fyrir notandann heldur en það gamla (sem var satt að segja ekkert svakalega vinsælt, en það var líka gert af Apple en ekki Google).
YouTube forritið fæst í App Store og er ókeypis.
YouTube [App Store]
Heimild: YouTube Blog