fbpx
Category

OS X Lion

Category

Mac OS X LionMac: Resume er ein af helstu nýjungum í Mac OS X Lion (eða Mac OS X 10.7). Í fullkomnum heimi þá virkar Resume þannig að þú ert að vinna í skjali, getur slökkt á tölvunni, kveikt á henni 1-100 dögum síðar og þá opnast forritið og skjalið í sama ástandi og þegar þú skildir síðast við tölvuna.

Mac OS X LionHosts skráin er öflugt tól, og með henni er m.a. hægt að loka á tengingu tölvunnar þinnar við ákveðnar síður. Þetta hefur verið mikið notað af þeim sem jailbreak-a iOS tæki, þannig að Hosts skránni er breytt og lokað er á tengingu við vefþjóna Apple.

Gallinn er hins vegar sá, að ef þú hefur áður jailbreak-að iPhone eða iPad þá má vera að Hosts skráin geymir færslur, sem valda því að ekki er hægt að uppfæra tækin lengur, heldur gefi þér villuboð. Til að unnt sé að eða gera clean restore á áðurnefndum tækjum þá þarf að fjarlægja þessar færslur.

Ef þú vilt breyta Hosts skránni í Mac, hvort sem það er til að hjálpa þér við jailbreak eða af öðrum ástæðum þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðbeiningum:

Mac OS X LionMac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.