fbpx

PlayStationÍ gær kom 4.0 fastbúnaðaruppfærsla (e. firmware) af stýrikerfinu sem PlayStation 3 keyrir. Uppfærslan er liður í undirbúningi útgáfu á PlayStation Vita, arftaka PlayStation Portable handleikjatölvunnar.

Markmiðið með uppfærslunni er að gera PS3 að nokkurs konar miðstöð tónlistar og myndefnis, sem getur þá miðlað efni yfir á PS Vita.

Einnig verður hægt að:

  • Afrita leiki, tónlist, myndir og myndbönd á milli PS3 go PS Vita
  • Taka öryggisafrit af leikjum á PS Vista og vista á harða disknum í PS3 tölvu.
  • Uppfæra stýrikerfið í PS Vita í gegnum PS3.

Þá geta meðlimir PlayStation Plus þjónustunnar virkjað ýmsar sjálfvirkar uppfærslur á leikjum, stýrkerfisuppfærslum o.fl.

Í stuttu máli þá hefur þessi uppfærsla engar stórvægilegar breytingar í för með sér nema maður stefni annaðhvort á að kaupa sér PS Vita eða að ef maður nýtir sér PlayStation Plus þjónustuna.

PS3 System Software Update [PlayStation Blog]

Avatar photo
Author

Write A Comment