
Bandaríska tölvufyrirtækið Apple hyggst boða til fundar þar sem iPad 3 verður kynntur fyrstu vikuna í mars. Tæknivefurinn AllThingsD greindi frá þessu, en vefurinn er almennt talinn vera með nokkuð traustar heimildir á þessu sviði. Talið er að iPad verði kominn í almenna sölu um það bil viku ef kynninguna, eins og raunin var með iPad 2 í fyrra.
Orðrómar hafa verið í gangi um tæknilega eiginleika iPad 3. Talið er að hann verði svipaður í útliti nema með hraðari örgjörva og Retina skjá sem býður upp á betri upplausn en fyrirrennarar hans.
Ekki er enn búið að senda út boð á fundinn, og þegar leitað var eftir svörum hjá Apple, þá ítrekaði upplýsingafulltrúi Apple stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um orðróma eða getgátur.