fbpx

Windows 8

Microsoft hefur gefið út Consumer Preview útgáfu af Windows 8 stýrikerfinu, sem áætlað er að komi út á síðari hluta þessa árs. Microsoft gerir þann fyrirvara á Windows blogginu að Consumer Preview útgáfan sé einungis frumútgáfa af stýrikerfinu, og því megi búast við ýmsum villum.

Áhugasamir geta prófað Consumer Preview útgáfuna ókeypis með því að hala henni niður  hér. Eins og venjulega þá eru gerðar lágmarkskröfur um vélbúnað tölvunnar sem keyrir Windows 8, og hann hljóðar svo:

  • 1 GHz eða hraðari örgjörvi
  • 1 GB RAM (32-bita) eða 2 GB RAM (64-bita)
  • 16 GB rými á harða disknum (32-bita) eða 20 GB (64-bita)
  • DirectX 9 skjákort með WDDM 1.0 eða nýrri rekli (e. driver)
  • 1024 x 768 eða hærri skjáupplausn

 

Í eftirfarandi skýringarmynd, sem TechLabs tók saman, má svo sjá helstu breytingarnar sem eru boðaðar í Windows 8.

Windows 8 nýjungar

Avatar photo
Author

Write A Comment