iPad kynning

Sumir Apple-aðdáendur vilja fylgjast með öllu um leið og það gerist. Aðrir vilja horfa á þetta eins og þeir hafi verið sjálfir á svæðinu, og loka fyrir allt samband á samfélagsmiðla og aðra fréttamiðla, og bíða þangað til að hægt sé að horfa á viðburinn frá upphafi til enda. Að þessu sinni var Apple ekki að tvínóna við hlutina, en myndband af viðburði dagsins er komið á netið.

Í tenglinum að neðan er hægt að sjá Apple viðburðinn frá upphafi til enda, þar sem fyrirtækið kynnti iOS 5.1 uppfærsluna, nýtt Apple TV og nýjan iPad (sem hvorki fékk nafnið iPad 3 eða iPad HD eins og margir spáðu). Viðburðurinn er eins og stutt gamanmynd að lengd, eða tæpar 86 mínútur.

Ritstjórn
Author

Write A Comment