Einhverjir Chrome notendur kunna að hafa séð þessa litlu stiku efst í skjáborðinu einhvern tímann í liðinni viku. Þessi skilaboð marka ákveðin tímamót í sögu Google Chrome, því nú styður hann loksins opnun netfangstengla í Gmail, í staðinn fyrir að reyna að opna Outlook, Mail eða eitthvað annað tölvupóstforrit sem er uppsett á tölvunni.

Mörgum þykir undarlegt að þetta sé að koma fyrst núna í vafrann, þar sem að Google er á bak við bæði Gmail og Chrome. Hingað til hafa notendur þurft að styðjast við viðbætur (e. extensions) í Chrome til að fá þessa hegðun í vafranum, en með HTML5 tækni þá er þetta loks mögulegt Google Chrome.

Heimild: Gmail Blog
Author

Write A Comment

Exit mobile version