fbpx

Apple kynnir nýjan iPad

Sérfræðingar hjá UBM TechInsights gefa til kynna að varahlutir í 3. kynslóðar iPad með 4G gagnaflutningsneti og 16GB geymslumagni kosti $310, eða rúmar 39.000 kr. miðað við núverandi gengi. Þetta er aðeins hærra en forverar þeirra, en talið er að framleiðslukostnaður 1. kynslóðar af iPad með sama geymslumagni og 3G neti hafi verið $270, og $276 fyrir iPad 2.

Dýrmætasti varahluturinn í nýjasta iPadinum er Retina skjárinn, en áætlað er að hann kosti u.þ.b. $70, eða tæpar 9.000 kr.

Í myndinni að neðan má sjá framleiðslukostnað á öllum þremur iPad spjaldtölvunum sem Apple hefur gefið út, hvert smásöluverð þeirra var, og loks hversu mikil framlegð Apple var þegar þeir seldu tækin.

iPad framlegð

 

Heimild: AppleInsider

 

Avatar photo
Author

Write A Comment