Þjóðverjanum Stefan „i0n1c“ Esser hefur tekist að framkvæma jailbreak á iPad 2 með iOS 5.1 uppsettu. Þetta gefur til kynna að jailbreak fyrir 3. kynslóð af iPad spjaldtölvunni sé væntanlegt innan tíðar, þar sem að A5 örgjörvinn á iPad 2 og A5X örgjörvinn á 3. kynslóðar iPad eru mjög svipaðir að gerð.

Aðspurður, þá greindi i0n1c frá því að hann sé vongóður um vel heppnað jailbreak á 3. kynslóð af iPad stuttu eftir að hann fær einn slíkan í hendurnar. Áður hefur verið greint frá því að tethered jailbreak er komið á iOS 5.1 fyrir öll tæki nema iPhone 4S, iPad 2 og 3. kynslóðar iPad.

Ritstjórn
Author

Write A Comment