Snjallsímar ráða ríkjum í dag og eru oft með dýrmætari tækjum eigandans. Fyrir vikið er það hrein martröð þegar þau týnast. Tækið sjálft keypt dýrum dómum, auk þess sem að auðvelt er að fá aðgang að persónulegum upplýsingum viðkomandi. Nægir þar að nefna aðgang að Facebook reikningi og tölvupósti, auk þess sem einnig er hægt að nálgast upplýsingar um fjárhag viðkomandi ( t.d. ef hann er með Meniga forritið uppsett á símanum sínum).
Hugbúnaðarfyrirtækið Symantec, sem flestir þekkja út af Norton vírusvörninni, gerði rannsókn sem tengist því hvað verður um snjallsíma sem týnast. Fyrirtækið kom 50 snjallsímum fyrir í New York, Washington DC, Los Angeles, San Francisco í Bandaríkjunum, og Ottawa í Kanada, og setti upp hugbúnað á símunum þannig að hægt var að fylgjast með því hvað finnandi símans reyndi að gera við hann.
Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 60% þeirra sem fundu snjallsíma reyndu að komast á samfélagsmiðill í símanum, 80% reyndu að nálgast persónuleg skjöl sem tengdust launum eða vinnu, og tæplega helmingur reyndi að fá aðgang að bankareikningi eigandans.
Í myndbandinu að neðan reifar Mashable rannsóknina lítillega, auk þess mælt er með varúðarráðstöfunum, ef maður skyldi nú týna snjallsímanum.