fbpx

iPad myndBandaríska dagblaðið New York Times hefur heimildir fyrir því að Apple stefni á útgáfu minni og ódýrari útgáfu af iPad. Vinnuheitið á spjaldtölvunni er iPad mini, og talið er að hún verði talsvert ódýrari en iPad 2, sem kostar $399 í Bandaríkjunum (u.þ.b. 50.000 kr. á gengi dagsins).

Útgáfu tölvunnar er talin vera til að mæta samkeppni frá spjaldtölvum á borð við Kindle Fire frá Amazon og Nexus 7 frá Google sem kostar báðar í kringum $200. Skjástærð iPad mini mun vera í kringum 7,85 tommur, eða tæplega tveimur tommum minna en iPad spjaldtölvan sem er með 9,7 tommu skjá. Amazon er einnig talið vera með stærri gerð af Kindle Fire í bígerð í beinni samkeppni við iPadinn sem heimurinn þekkir og elskar.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment