fbpx

Box - iPhone 5 - BoxSync

Box (sem hét áður Box.net) forritið hefur verið uppfært og styður nú iPhone 5. Til að fagna þeim áfanga þá hefur hið ágæta fólk hjá Box ákveðið að bjóða upp á 10GB af plássi fyrir nýja notendur (eða gamla notendur með minna en 10GB af plássi).

Margir eru um hituna þegar geymsla gagna í skýinu er annars vegar. Dropbox, iCloud, SugarSync, SkyDrive, Google Drive og Box eru helstu aðilarnir í þessum bransa, og fyrirtækin eru sífellt að reyna að laða til sín notendur frá samkeppnisaðilum sínum.

Til þess að nýta sér tilboðið þá þurfa notendur bara sækja Box forritið í App Store, opna það fyrir 31. október, og innskrá sig (eða nýskrá).

Maður segir ekki nei við 10GB af ókeypis plássi á netinu, en vert er að hafa það í huga að til þess að nálgast gögnin sem þú hleður upp á Box í tölvunni þinni, þá verður þú að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar. Þá sérðu gögnin þín í stjórnborðinu og getur nálgast þau þar.

Athugið að þeir sem nýttu sér 50GB boðið þeirra í fyrra virðast ekki vera að fá 10GB til viðbótar á reikninginn sinn.

Box forritið fæst í App Store og er ókeypis.

Avatar photo
Author

Write A Comment