Samskiptaforritið Skype fékk nýlega stóra uppfærslu og útgáfa 6.0 er nú komin út. Með uppfærslunni geta Facebook og Microsoft notendur (þ.e. Windows Live, Hotmail og Outlook.com) innskráð sig á Skype án þess að fara í gegnum nýskráningu.
Flestir skilja Facebook stuðninginn, þar sem Facebook hefur yfir milljarð notenda. Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar af hverju stuðningur fyrir Microsoft reikninga kom með uppfærslunni, en ekki t.d. Gmail eða Twitter. Svarið við þeirri spurningu er einfalt: Microsoft keypti Skype í fyrra.
Meðal annarra breytingar sem komu með uppfærslunni eru Retina stuðningur fyrir Mac og smávægileg andlitslyfting á notendaviðmótinu í Windows.