Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.
Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.
Mall of America var talin hentugur staður fyrir þessa vettvangskönnun þar sem að verslunarmiðstöðin er bæði með Apple búð og Microsoft búð.
Sérfræðingar á vegum fyrirtækisins fylgdust með báðum búðum í tvær klukkustundir til að sjá hversu margir heimsóttu hvora búð. Fyrirtækið bar svo saman umferð þessar tvær klukkustundir þar sem fylgst var með báðum búðum og komst að eftirfarandi niðurstöðum:
- Apple búðin seldi 17,2 vörur á klukkustund, á meðan Microsoft búðin seldi 3,5 vörur á klukkustund. Þar af voru allir nema viðskiptavinir Microsoft búðarinnar að kaupa X-Box leiki.
- Apple búðin seldi 11 iPad spjaldtölvur á klukkustund. Microsoft seldi ekki eina einustu Surface spjaldtölvu.
- Umferð um Microsoft búðina var einnig 47% minni heldur en í Apple búðinni.
Í myndinni fyrir neðan má svo sjá hversu mikið Apple seldi í Mall Of America allar átta klukkustundirnar sem þeir fyldust með búðinni. Fyrirtækið hefur fylgst með umferð um þessa Apple búð í fimm ár, og samanburðurinn við Microsoft búðina var nýr af nálinni.
Í myndbandinu fyrir neðan má sjá samanburð á umferð þessara tveggja verslana í verslunarmiðstöðinni Park Meadow sem staðsett er í bænum Lone Tree, Colorado.
http://youtu.be/FX1eTBeWoyw