Google hefur gefið út Google Maps forrit fyrir iPhone, sem notendur geta notað í stað Apple Maps, en viðtökur notenda við Apple Maps hafa vægast sagt verið dræmar.
Apple sá sig fyrst knúið til að biðjast afsökunar á Apple Maps fyrir stuttu síðan, og þá er talið er að Scott Forstall hafi verið rekinn vegna Apple Maps, eins og við höfum áður greint frá.
Forritið kemur með ýmsum nýjum eiginleikum, og ber þar hæst raddleiðsaga (e. turn by turn directions), Google Street View, og leiðbeiningar um hvernig þú kemst á milli staða ef þú notar almenningssamgöngur. Hið síðastnefnda virkar reyndar ekki á Íslandi, en það kemur ekki að sök þar sem að Strætó forritið leysir öll slík vandamál.
Forritið lítur vel út við fyrstu sýn. Leiðsagan er eiginleiki sem gæti verið afar hentugur, en við viljum þá benda lesendum á að forritið sækir kortaupplýsingar yfir gagnaflutningsnetið á símanum þínum, þannig að ekki láta það koma þér á óvart ef inneignin er búin ef þú lést forritið leiðbeina þér frá Reykjavík til Akureyrar.
Í eftirfarandi myndbandi má sjá stutta teaser auglýsingu frá Google fyrir forritið,
http://youtu.be/KEz1sSKCpIc
Google Maps er fáanlegt fyrir iPhone og iPod touch og er ókeypis. iPad stuðningur er væntanlegur.
3 Comments
Ég finn hvergi voice navigation í símanum mínum. Ef ég leita að leið, t.d. frá Austurstræti -> Bogahlíð birtist aðeins upplýsingar um leiðina og blár takki sem á stendur „Preview“. Þar getur maður fyrirfram séð leiðina sem maður á að fara.
Í auglýsingum, lýsingu á appinu, youtube-myndskeiðum o.fl. á að koma „Start“-takki þegar maður er búinn að finna leið og þá ætti voice navigation-ið að koma. Ég er með iphone 4 en skv. lýsingunni á forritinu á það ekki að vera neitt issue. Hefur einhver annar lent í þessu?
Þetta virðist annaðhvort vera villa í forritinu eða þá að Ísland hafi lent á lista yfir supported countries fyrir einhver mistök. Þú ert nefnilega ekki einn um þetta.aa
Vonandi leysir Google úr þessu fyrr heldur en síðar.
Ok gott að vita. Ég fann engar heimildir um að aðrir væru að lenda í þessu. Vonandi bæta þeir úr þessu.