Framkvæmdastjórn ESB sektaði í gær bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft um 561 milljón evra (92 milljarða króna miðað við núverandi gengi).
Fyrirtækinu var gerð þessi sekt af því það braut samkomulag sem gert var 2009, en samkvæmt því átti fyrirtækið að láta Windows notendur vita af möguleikum þeirra til að ná í aðra vafra en Internet Explorer.Sektin nemur 11% af áætluðum hagnaði Microsoft fyrir þennan ársfjórðung, og 1% af ársveltu fyrirtækisins.
Þótt fjárhæð sektarinnar mikil, þá mátti ESB sekta Microsoft um allt að 10% af árstekjum fyrirtækisins. Ef framkvæmdastjórnin hefði nýtt sér þá heimild, þá hefði sektin orðið 930 milljarðar króna.