fbpx

Epli - SkemaSkema og  Epli hafa gengið til samstarfs sem miðar að því að þróa námsefni og aðferðafræði fyrir notkun iPad spjaldtölva í kennslu sem sniðið er að þörfum grunn- og framhaldskólanema. Samningur þess efnis var undirritaður af fulltrúum fyrirtækjanna nýlega.

Rannsóknir hafa sýnt að ef börn á grunnskólaaldri læra meira í tæknitengdum greinum þá efla þau jafnframt námsgetu sína á fleiri sviðum, t.d. tungumálum svo dæmi séu tekin.

Skema var stofnað af nemanda við Háskólann í Reykjavík árið 2011. Hugmyndin á bak við fyrirtækið er sprottin upp úr  verkefni sem byggði á tengingu milli tölvunarfræði og sálfræði, en niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós jákvæð áhrif þess að kenna 6 og 9 ára gömlum börnum forritun.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment