David Karp & Marissa Mayer

Bandaríska fyrirtækið Yahoo! keypti á dögunum bloggþjónustuna Tumblr fyrir 125 milljarða króna.

Kaupin eru meðal þeirra stærstu í sögu fyrirtækisins, og eru um margt varhugaverð, þar sem Tumblr hefur ekki beinlínis gefið vel af sér í gegnum tíðina, en tekjur fyrirtækisins árið 2012 námu einungis 1,6 milljarði króna.

Þá er Tumblr ekki fyrsta þjónustan í blogg-/vefsíðugeiranum sem Yahoo festir kaup á, en árið 1999 keypti fyrirtækið heimasíðuþjónustuna GeoCities á 3,6 milljarða dollara. Eldri netverjar muna kannski eftir GeoCities, en með hjálp þjónustunnar gátu notendur smíðað og hýst vefsíður án endurgjalds.

Stuttu eftir að orðrómar fóru að berast um væntanleg kaup Yahoo! á Tumblr, þá fóru notendur þjónustunnar strax að leita á önnur mið. Matt Mullenweg, stofnandi WordPress, greindi frá því á blogginu sínu um helgina að á einni klukkustund hefðu yfir 72.000 bloggfærslur verið færðar úr Tumblr yfir í WordPress.

Yfirlýsing Marissu Mayer, forstjóra Yahoo, um að „nei, Tumblr verðum áfram töff“ hefur því haft takmörkuð áhrif á notendur þjónustunnar.

David Karp, stofnandi Tumblr, sendi frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í gær:

Everyone, I’m elated to tell you that Tumblr will be joining Yahoo.

Before touching on how awesome this is, let me try to allay any concerns: We’re not turning purple. Our headquarters isn’t moving. Our team isn’t changing. Our roadmap isn’t changing. And our mission – to empower creators to make their best work and get it in front of the audience they deserve – certainly isn’t changing.

So what’s new? Simply, Tumblr gets better faster. The work ahead of us remains the same – and we still have a long way to go! – but with more resources to draw from.

Yahoo is the original Internet company, and Marissa and her team share our dream to make the Internet the ultimate creative canvas. I couldn’t be more excited to have her help. We also share a vision for Tumblr’s business that doesn’t compromise the community and product we love. Plus both our logos end with punctuation!

As always, everything that Tumblr is, we owe to this unbelievable community. We won’t let you down.

Fuck yeah,
David

Margar af vinsælustu síðum á Íslandi eru eða byrjuðu sem Tumblr síður. Ber þar helst að nefna grínvefinn Flick My Life, sem byrjaði sem Tumblr síða (en keyrir nú á WordPress). Þá ber einnig að nefna síður eins og Hverjir voru Hvar og GIF-síðuna BerglindFestival sem keyra báðar á Tumblr þegar þetta er ritað.

Author

Write A Comment

Exit mobile version