Tölvupóstforritið vinsæla Mailbox frá Orchesta fékk nýlega uppfærslu, og kynnir þar nokkrar nýjungar.
Forritið styður nú Landscape Mode auk þess sem stuðningur til að stjórna mörgum Gmail netföngum, sem ætti að kæta þá sem eru t.d. með heimapóstinn sinn í Gmail og vinnupóstinn sinn í Google Apps.
Mailbox er í eigu skýþjónustunnar Dropbox, sem keypti forritið á 12,3 milljarða króna (hundrað milljón dollara) þegar forritið var enn tiltölulega nýtt í App Store.
http://vimeo.com/54553882
Mailbox fæst í App Store og er ókeypis.
Mailbox | App Store | Heimasíða forritsins