fbpx

Gylltur iPhone

Í byrjun næsta mánaðar mun Apple kynna næstu kynslóð af iPhone símanum geysivinsæla, og nú hafa þær fréttir borist að Apple muni bjóða iPhone 5S í svörtum, hvítum og gylltum lit.

Tæknivefurinn AllThingsD hefur staðfest þessa orðróma, sem eru taldir hafa nokkuð góða heimildarmenn hjá Apple.

Undanfarna mánuði hafa einnig þrálátir orðrómar verið uppi um að Apple muni kynna tvær gerðir af flaggskipinu sínu, þ.e. iPhone 5S og iPhone 5C.

iPhone 5S verður vitaskuld nýrri útgáfa af iPhone 5, líkt og iPhone 4S og iPhone 3GS. iPhone 5C verður svo ódýrari sími, og talið er að C-ið standi fyrir color (eða litur á íslensku), sem gefur til kynna að síminn verði fáanlegur í fleiri litum iPhone 5/5S.

Af hverju tvær símar?
Það er eðlilegt að margir spyrji sig af hverju Apple kýs allt í einu að kynna tvo iPhone síma, þegar þeir hafa ávallt selt síðustu kynslóðir af iPhone sem „ódýru símana“ sína ef svo má að orði komast. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að þá geta þeir selt þrjár kynslóðir af iPhone símum sem allir hafa Lightning tengi (þ.e. iPhone 5S, iPhone 5 og iPhone 5C), en í dag er iPhone 5 eini síminn sem skartar því.

Avatar photo
Author

Write A Comment