Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkissjóðs sem var lagt fram á Alþingi fyrir rúmri viku er gert ráð fyrir að almenn vörugjöld verði aflögð næstu áramót, ásamt lækkun efra þreps virðisaukaskatts úr 25,5 niður í 24 prósent.
Það hefur í för með sér umtalsverða verðlækkun á ýmsum raftækjum.
Gjöld vegna sjónvarpa lækka úr 69% í 33%
Eins og staðan er í dag þarf að greiða 25% vörugjald, 7,5% toll og 25,5% virðisaukaskatt þegar sjónvarp er flutt inn til landsins, sem er þá samtals 69% af andvirði vörunnar í aðflutningsgjöld. Með afnámi vörugjalds og lækkun virðisaukaskattsins þá lækka aðflutningsgjöld á sjónvörpum niður í 33%.
Ormsson og Samsung setrið greindu frá því fyrr í dag, að fyrirtækið hefði náð hagstæðum samningnum birgja sína um tímabundnar verðlækkanir, og bjóða því öll helstu heimilistækin á verði sem jafngildir afnámi vörugjalda.
1 Comment
ekki úr 58 í 34 % ?