fbpx

AirParrot logoForritið AirParrot, sem gerir manni kleift að spegla Mac eða Windows skjá yfir á Apple TV, hefur fengið uppfærslu í útgáfu 1.5 sem hefur í för með sér ýmsar smávægilegar breytingar.

Með uppfærslunni eru ýmsar villur lagaðar sem voru til staðar í eldri útgáfu, auk þess sem nokkrir eiginleikar eru líka kynntir til sögunnar.

Helstu breytingarnar eru þær að nú nemur forritið sjálfkrafa TV Overscan stillingar, þ.e. stillingar sem valda því að skorið er á hluta af skjánum svo skjáborðið fylli betur upp í sjónvarpsskjáinn. Einnig er búið að bæta speglun í 720p upplausn hjá þeim sem eru með hægt Wi-Fi net.

Annars má sjá allar breytingarnar sem fylgja útgáfunni hér fyrir neðan:

  • Automatically detect TV Overscan settings
  • Added ability to force 720p for improved performance on slower networks
  • Corrected an issue that could cause passwords to not save
  • Improved logging for network problem resolutions
  • Improved menu status messages when unable to connect
  • Resolved an issue that could cause problems connecting audio to an Apple TV
  • Added support for deployment to all users (when installed as admin/root) – contact support@airparrot.com for more details on bulk deployment
  • Added support for date-limited promotional keys
  • Improved compatibility with iOS 6
  • Misc. performance improvements and bug fixes

AirParrot er til bæði á Windows og Mac og kostar $9.99. Einnig er hægt að kaupa 5 leyfi á $29.99.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment