fbpx

FixYa iPhone

FixYa hefur að geyma eitt stærsta safn af spurningum og svörum notenda um ýmis málefni. Fyrir stuttu síðan tók vefurinn saman fyrirspurnir notenda varðandi varðandi snjallsíma þeirra, og flokkuðu þær eftir framleiðanda.

Tekið var mið af markaðshlutdeild hvers tæki, og að þessu búnu gaf FixYa hverjum framleiðanda einkunn eftir því hversu áreiðanleg tækin þeirra voru.

Eins og sést á myndinni að ofan þá kom iPhone síminn frá Apple  best út úr þessari rannsókn, með 3,47 í áreiðanleikaeinkunn, á meðan Samsung fékk 1,21 og Nokia 0,68.

Hér fyrir neðan má ssvo já helstu vandamál sem herja á eigendur iPhone, Samsung og Nokia símtækja samkvæmt rannsókn FixYa:

Algengustu vandamál iPhone notenda:

1.    Rafhlöðuending – 35%
2.    Skortur á nýjum eiginleikum  – 20%
3.    Engin leið til að sníða tækið að notanda (e. customizability) – 15%
4.    Ekki hægt að tengja tæki við Wi-Fi– 15%
5.    Annað – 15%

Algengustu vandamál Samsung notenda:

1.    Vandamál tengd hljóðnema – 40%
2.    Vandamál tengd hátalara – 20%
3.    Rafhlöðuending – 15%
4.    Síminn verður of heitur – 15%
5.    Annað – 10%

Algengustu vandamál Nokia notenda:

1.    Lélegur viðbragðstími – 35%
2.    Lítið úrval forrta – 20%
3.    Rafhlöðuending – 20%
4.    Síminn verður of heitur – 15%
5.    Annað – 10%

Heimild: Fortune
Avatar photo
Author

Write A Comment