fbpx

Spotify logo

Útgáfufyrirtækið Sena hefur samið við tónlistarveituna Spotify um dreifingu á íslenskri tónlist sem hefur komið út á vegum fyrirtækisins.

Spotify byrjaði sem kunnugt er að bjóða þjónustu sína hérlendis í síðustu viku og hefur þegar vakið mikinn áhuga hjá Íslendingum. Tónlistin verður aðgengileg áskrifendum Spotify óháð staðsetningu, þannig að Íslendingar erlendis munu getað hlustað á lögin líkt og þjóðbræður og -systur þeirra hérlendis.

Tónlist frá Senu er þegar tekin að streyma inn á Spotify, og ef allt gengur að óskum þá verður megnið af þeirri tónlist sem komið hefur út á vegum fyrirtækisins aðgengileg hjá tónlistarveitunni innan tveggja mánaða.

Í tilefni af þessum fréttum þá fylgir hér lítill lagalisti með völdum lögum eftir Bubba Morthens, sem lætur ekki sitt eftir liggja og er mættur á Spotify.

Avatar photo
Author

Write A Comment