fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Arrested Development - Sería 4

Fjórða sería af gamanþáttunum Arrested Development kom nýlega á Netflix, eins og flestum er kunnugt um. Nú hafa þau gleðitíðindi borist að mjög fáir hafi halað seríunni niður eftir að hún var gefin út.

Ástæðan er einföld: Netflix er svo ódýrt og þægilegt að fólk kýs frekar að borga fyrir efnið heldur en að halda því niður.

iPod touch

Apple kynnti í dag nýjan iPod touch spilara, sem er nú komin í fimmtu kynslóð. Nýjasta kynslóðin fékk ekki neina tæknilega uppfærslu, og kemur nú bara með 16GB geymslurými og engri myndavél á bakhlið tækisins.

Fyrir vikið er spilarinn talsvert ódýrari, og kostar nú 229 dali í Bandaríkjunum (lækkun úr 299 dölum).

Google Reader LogoBandaríska tæknifyrirtækið Google hyggst leggja RSS þjónustuna Google Reader á hilluna eftir rétt rúman mánuð (1. júlí 2013).

Það er því vert að skoða hvaða möguleikar eru í boði þegar ljósin verða slökkt, fyrir hina fjölmörgu sem reiða sig á þjónustuna til að fá fréttaskammtinn sinn.

David Karp & Marissa Mayer

Bandaríska fyrirtækið Yahoo! keypti á dögunum bloggþjónustuna Tumblr fyrir 125 milljarða króna.

Kaupin eru meðal þeirra stærstu í sögu fyrirtækisins, og eru um margt varhugaverð, þar sem Tumblr hefur ekki beinlínis gefið vel af sér í gegnum tíðina, en tekjur fyrirtækisins árið 2012 námu einungis 1,6 milljarði króna.

Google MapsÍ gær kynnti Google allt það nýjasta og besta úr smiðju fyrirtækisins á Google I/O ráðstefnunni sem fram fer í San Francisco 15-17. maí.

Meðal þess sem fyrirtækið sýndi voru fyrirhugaðar breytingar á Google Maps, sem hefur verið tekin alveg í gegn frá toppi til táar.