fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

iPhone forrit í ferðalagiðÁður fyrr var eitt helsta verkefni ungmenna fyrir sumarferðalagið að taka upp eftirlætislögin á 90 mínútna kassettu og setja á Sony Walkman vasadiskóið. Þetta, eins og margt annað, hefur breyst í áranna rás og nú einbeita aðilar sér frekar að því að finna rétt forrit fyrir iPadinn eða iPhone símann svo ferðalagið verði eilítið auðveldara.

iOS 7 Margir biðu með öndina í hálsinum eftir því að Apple myndi kynna iOS 7 stýrikerfið á WWDC ráðstefnunni í gær. Sir Jonathan Ive, yfirhönnuður fyrirtækisins, stjórnar nú bæði því hvernig vélbúnaður og hugbúnaður fyrirtækisins kemur til með að líta út, og niðurstaðan var gjörbreytt útlit á iOS 7. Hér fyrir neðan höfum við tekið saman helstu nýjungarnar fyrir iOS 7 í eina færslu.

WWDC ráðstefna Apple (Worldwide Developers Conference) var sett í gær með stefnuræðu (e. keynote) nokkurra af æðstu stjórnendum fyrirtækisins, þar sem fyrirtækið kynnti helstu nýjungar sínar.

Hér fyrir neðan höfum við tekið allt það helstu nýjungarnar fyrir Mac OS X saman  í eina færslu.

WWDC 2013

WWDC er nú í gangi í Moscone ráðstefnuhöllinni í San Francisco. Þar mun Apple meðal annars kynna helstu nýjungar iOS og Mac OS X stýrikerfanna, sem áætlað er að komi á næstu mánuðum, auk þess sem orðrómar undanfarna mánuði verða ýmist staðfestir eða þeim hafnað.

Mac OS X 10.8.4

Apple hefur gefið út uppfærslu á Mountain Lion, sem er nú komin í útgáfu 10.8.4. Þetta verður að öllum líkindum síðasta uppfærslan fyrir stýrikerfið í ljósi þess að Apple heldur hina árlegu WWDC ráðstefnu í næstu viku þar sem Mac OS X 10.9 verður væntanlega kynnt.