Bandaríska tæknifyrirtækið Hewlett Packard kynnti nýlega fyrstu Android afurð fyrirtækisins, spjaldtölvuna HP Slate 7.
Áætlað er að tölvan muni koma á Bandaríkjamarkað í apríl næstkomandi.
Bandaríska tæknifyrirtækið Hewlett Packard kynnti nýlega fyrstu Android afurð fyrirtækisins, spjaldtölvuna HP Slate 7.
Áætlað er að tölvan muni koma á Bandaríkjamarkað í apríl næstkomandi.
„Jæja, í dag ætla ég sko að setja tónlist inn á iPodinn minn“.
Þetta hefur maður tautað eins og einhver þvílík þrekraun sé í vændum. Staðreyndin er samt sú að margir nenna ekki að tengja iPhone, iPad eða iPod spilarann við iTunes bara til þess eins að setja fáein lög á tækið.
Fyrirtækið Mozilla kynnti stýrikerfið Firefox OS á Mobile World ráðstefnunni um helgina, en Mozilla ætti að vera flestum lesendum að góðu kunnugt vegna Firefox netvafrans.
Firefox símar munu fyrst vera seldir á ódýrari markaðssvæðum þar sem iPhone og Samsung Galaxy S3 hafa ekki náð fótfestu, en Mozilla er í samstarfi við LG, Huawei, ZTE og Alcatel um framleiðslu símtækja með Firefox stýrikerfinu.
Ef þú notar XBMC í tölvu, iPad (sem búið er að framkvæma jailbreak á) eða á Apple TV, þá eru til nokkrar leiðir til að hafa meiri stjórn á forritinu heldur en með því að nota hefðbundið lyklaborð eða Apple TV fjarstýringuna.
Fyrir stuttu sýndum við hvernig hægt er að stjórna XBMC úr hefðbundnum netvafra, en einnig er hægt að nota ýmis forrit til verksins.
Project Gutenberg er heljarinnar rafbókasafn og geymir safn meira en 42.000 rafbóka, sem eigendur iPad, Kindle, Android spjaldtölva o.s.frv. geta nýtt sér til að fylla tæki sín af bókum fyrir næstu bústaðaferð.
Með Apple TV útgáfu 5.2 (sem er hliðstæð iOS 6.1) þá kom stuðningur við Bluetooth lyklaborð, sem einfaldar notendum leit að myndum, þáttum og öðru slíku á spilaranum.
Nýverið rituðum við grein varðandi úrbætur ef Mac tölvan er orðin hæg, og í kjölfar hennar fengu margir vatn í munninn við fræðslu um SSD diska og þann gífurlega hraða sem notkun þeirra hefur í för með sér.
Eins og drepið var á í greininni þá er gígabætið ansi dýrt í þessum SSD drifum. Ef þú vilt fá hraðann sem fylgir því að vera með SSD disk, en gagnaplássið sem fylgir hefðbundnum SATA diskum, þá geturðu keypt þér svokallaðan tvöfaldara (e. data-doubler), SSD disk og geymt Home möppuna þína (þ.e. Desktop, Downlaod, Music, Pictures, Movies o.s.frv.) á stóra harða disknum þínum, en forritin og stýrikerfið á SSD disknum.
Google kynnti nýlega fartölvu sem fyrirtækið ætlar að senda frá sér, og ber heitið Chromebook Pixel.
Chromebook Pixel er fartölva sem telja má nokkuð sérstaka, þar sem að Google sá um hönnun tölvunnar, en fyrirtækið hefur hingað til einbeitt sér að þróun hugbúnaðar eða stýrikerfi, en leyft öðrum fyrirtækjum að einbeita sér að framleiðslu símtækja og tölva.
Japanska tæknifyrirtækið Sony kynnti í gær nýja útgáfu af PlayStation leikjatölvunni, sem mun halda í gamlar hefðir og heita PlayStation 4. Greint var frá þessu á kynningu fyrirtækisins sem fram fór í New York í gær.
Þegar rætt er um áhrif tækninýjunga á sölu tónlistar, kvikmyndar og bóka, þá gleymist oft útlánsþátturinn. Nú tíðkast það lítið sem ekkert að fólk láni vini eða ættingja DVD mynd eða geisladisk, því þetta er meira og minna allt keypt í rafrænu formi sem ekki er hægt að lána.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.2 sem lagfærir villur í stýrikerfinu varðandi Microsoft Exchange tölvupóstþjónustuna og rafhlöðunotkun. Jailbreak aðdáendum nær…