fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

iPhone 5

Bandaríska tímaritið TIME er að gera upp árið, og hluti af því er að taka saman lista yfir helstu græjurnar sem komu út á árinu.

Græja ársins að mati tímaritsins er iPhone 5, en leikjatölvan Nintento Wii U fékk silfurverðlaunin og Cyber-shot RX100 myndavélin frá Sony bronsið.

iPad - thumbnail

Til að hjálpa lesendum nær og fjær þá ætlum við nú að byrja með liðinn „Einstein rýnir“ þar sem fjallað verður um stóra og smáa hluti sem einstaklingar geta vonandi nýtt sér þegar valkvíðinn er sem mestur.

Í þessum umfjöllunum okkar munum við leitast við að finna kosti og galla viðfangsefnisins hverju sinni.

Tímaþjófar

Flestir þekkja þann vanda að ætla bara „aðeins kíkja á Facebook…bara 5 mín.“ Svo er klukkustund liðin og þú ert ennþá á skemmtilegri síðu sem einhver Facebook vinur linkaði á.

Ef þú vilt frá hjálp að utan til að halda þig frá Facebook, einum leik af Bubbles eða einhverju öðru sem truflar, þá gætu þessi forrit  aðstoðað þig.

Ebates - Vefsíða vikunnarEf þú stundar ekki verslun á netinu þá þarftu ekki að lesa lengra, því vefsíða vikunnar að þessu sinni er vefurinn Ebates.com.

Ebates er vefur sem hentar þeim sem stunda netviðskipti frá Bandaríkjunum mjög vel, því hann býður upp á hina endurgreiðslu til kaupandans (ekki ólíkt aukakrónum) hjá mörgum af netverslunum Bandaríkjanna.

iPhone 5 unlocked

Eftir grein okkar um daginn varðandi það hvernig skuli fara að þegar iPhone sími er keyptur í Bandaríkjunum þá hefur okkur borist mörg bréf þar sem notendur biðja ýmist um ráðleggingar varðandi kaup á iPhone 5 símum í Bandaríkjunum.

Þau hafa oftast verið þess efnis hvort hægt sé að kaupa síma sem eru læstir á ákveðin fyrirtæki og aflæsa þá símanum. Einnig hversu langt sé í að hægt verði að kaupa hann án vandræða í Apple Store.

Skýþjónustan Dropbox, sem gerir þér kleift að vista gögnin þín með tryggum hætti á netinu, er nú með svokallað Space Race í gangi fyrir háskóla út um allan heim.

Með Space Race þá getur þú veitt skólanum þínum stuðning og „keppt“ gegn öðrum skólum, og notendur fá að verðlaunum aukið pláss á Dropbox svæðið í tvö ár, en hversu mikið pláss þeir fá miðast við fjölda þátttakenda úr hverjum skóla. Svo dæmi sé tekið þá fá nemendur við Háskóla Íslands 15GB aukalega á Dropbox svæðið sitt.