fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Íslenskt lyklaborðJailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.

Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.

Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.

Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.

iPhone 5 - auglýsing

Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.

Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.

Pixelmator

Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.

Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81

iMessageEf þú náðir í Messages forritið fyrir Mac OS X Lion þá hefurðu fengið smjörþefinn af því hvernig það er að nota iMessage á tölvunni þinni

Messages er nú hluti af Mountain Lion stýrikerfinu og nú vill Apple að notendur forritsins uppfæri í Mountain Lion ef þeir hyggjast nýta þjónustuna áfram

This Is Why I'm Broke

This Is Why I’m Broke er síða sem tekur saman ýmsa hluti sem hægt er að kaupa af hinum ýmsu netverslunum, og getur gefið manni ýmsar hugmyndir um hvað sé hægt að gefa vinum og vandamönnum í jólagjöf.

Úrvalið á síðunni er mikið, og þar geta allir  fundið hluti sem þeim finnst ýmist vera sniðugir, nauðsynlegir og eða alveg út í hött.