Í gær gaf Apple út gífurlega útgáfu af iTunes margmiðlunarforritinu sem allir iPhone og iPad eigendur þekkja. iTunes 11 kemur með gjörbreyttu viðmóti auk nokkurra nýrra eiginleika sem vert er að geta.
Jailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.
Eins og staðan er í dag þá þurfa þurfa notendur að ýta á og halda inni A til að fá Á, I til að fá Í o.s.frv. sem getur verið heldur tímafrekt ef maður er að skrifa langt bréf eða tölvupóst.
Svarti föstudagur eða Black Friday er nýafstaðinn, sem er stærsti verslunardagur ársins í Bandaríkjunum.
Af því tilefni mældi fjárfestingabankinn Piper Jaffray sölu á iPad spjaldtölvum annars vegar og Surface spjaldtölvum hins vegar. Mælingarnar voru gerðar í verslunarmiðstöðinni Mall of America, sem er staðsett í Minneapolis, heimabæ fyrirtækisins, og niðurstöðurnar voru sláandi.
http://www.youtube.com/watch?v=9bZkp7q19f0
Myndbandið Gangnam Style með suður-kóreska söngvaranum PSY varð í gær vinsælasta YouTube myndband allra tíma, þegar það tók fram úr Baby með Justin Bieber.
Friðhelgi einstaklingsins er vaxandi vandamál. Vefsíða vikunnar tekur á þessu, en það er vefurinn Adjust Your Privacy
Apple hefur nú sent frá sér tvær nýjar auglýsingar fyrir iPhone 5 símann, sem kom á markað fyrir rétt tæpum tveimur mánuðum.
Í fyrri auglýsingunni, Turkey, er áherslan lögð á Shared Photo Stream sem sýnir hversu auðvelt það er að deila myndum með völdum aðilum. Í síðari auglýsingunni, Orchestra, þá er nýr hljóðnemi á bakhlið símans í sviðsljósinu.
Ef þig langar í myndvinnsluforrit en vilt ekki kaupa Adobe Photoshop á raðgreiðslum, þá er þýska myndvinnsluforritið Pixelmator frábært forrit sem ætti að mæta flestum þörfum þínum.
Forritið, sem er með vinsælli forritum í Mac App Store, kostar venjulega $37.65 en er nú á helmingsafslætti og kostar því einungis $18.81
Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey lýsti nýverið aðdáun sinni á Surface spjaldtölvunni frá Microsoft. Ástæðan fyrir því að við erum að flytja fréttir af því er að hún skrifaði Twitter færslu um það, en notaði iPad spjaldtölvu frá Apple en ekki Surface spjaldtölvuna.
Eins og einhverjir muna eflaust eftir þá fluttum við fréttir af því fyrir stuttu að Google Maps forrit fyrir iPhone væri ekki í vinnslu.
Afstaða Google í þessum málum virðist nú hafa breyst, því samkvæmt nýjustu heimildum þá er Google Maps forrit nú væntanlegt fyrir iOS.
This Is Why I’m Broke er síða sem tekur saman ýmsa hluti sem hægt er að kaupa af hinum ýmsu netverslunum, og getur gefið manni ýmsar hugmyndir um hvað sé hægt að gefa vinum og vandamönnum í jólagjöf.
Úrvalið á síðunni er mikið, og þar geta allir fundið hluti sem þeim finnst ýmist vera sniðugir, nauðsynlegir og eða alveg út í hött.