fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Pocket - Mac App Store

Fyrirtækið Pocket, sem hét áður Read It Later, hefur nú gefið út Mac útgáfu af forritinu sínu.

Fyrirtækið segir að yfir 6 milljón notendur forritsins muni njóta góðs af því að geta einnig nálgast greinar sem þeir vista í Mac forritinu, sem bætist í flóruna en forritið er einnig fáanlegt á iOS, Android og Kindle Fire.

Steve Ballmer

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).

Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.

Læstur iPhoneEigendur iPhone síma heyra oft hugtökin „læstur, opinn/ólæstur, aflæstur (einkum þegar þeir eru á höttunum eftir notuðum síma) en eru gjarnan í vafa um hvort síminn sé:

  • Opinn fyrir öll símkerfi frá framleiðanda,
  • Aflæstur með hjálp hugbúnaðs (einkum iPhone 3G og 3GS) eða
  • Aflæstur með sérstökum SIM kortabökkum (4 og 4S)

Ef þú ert ekki viss um í hvaða flokk iPhone síminn þinn fellur hér fyrir ofan þá er til vefsíða sem leyfir þér að kanna hvort síminn sé „opinn frá framleiðanda“ (e. factory unlocked) eða ekki.

Pair forrit iPhone: Ef þú og maki þinn eruð í sitt hvoru landinu og viljið sýna senda „þumlakossa“, einlæg skilaboð eða teikna væmnar myndir til að senda ykkar á milli, þá gæti ykkur þótt gaman að prófa forritið Pair.

Forritið er þannig úr garði gert að einungis er hægt að senda einum aðila skilaboð, þannig að þú munt aldrei lenda í því að ætla að senda bróður þínum teiknaða mynd af hjarta sem þú ætlaðir að senda þinni heittelskuðu.

iPad mini auglýsing

Apple hefur sent frá sér auglýsingu fyrir nýju iPad mini spjaldtölvuna sem þeir kynntu til sögunnar í síðasta mánuði, og fór í sölu síðasta föstudag.

Í auglýsingunni má sjá iPad og litla bróður, iPad mini, vera notaða saman til að spila lagið Heart and Soul í Garageband forritinu frá Apple. 

iOS 6.0.1

Eins og einhverjir eigendur iOS tækja tóku eflaust eftir, þá gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu í gær.

Uppfærslan lagar ýmsar litlar villur, ber þar hæst að nefna „No Service“ villuna. Villan olli því að iPhone símar sem voru á svæði með litlu eða engu sambandi áttu í erfiðleikum með að tengjast farsímaneti að nýju.

Skiló.isFyrir skömmu síðan opnaði vefurinn Skiló.is, sem býður notendum upp á að senda smáskilaboð innanlands óháð kerfi.

Skiló býður einnig upp á sendingu skilaboða fram í tímann, þannig að notendur geta þá t.d. notað til að minna sig á ákveðna hluti ef þeir eru ekki með snjallsíma.

Steve Ballmer - forstjóri Microsoft

Árið er 2007. Steve Jobs er nýbúinn að kynna iPhone símann og sérfræðingar fara að rýna í þetta nýja tæki.

Meðal þeirra sem tjáðu sig um iPhone símann voru Steve Ballmer, forstjóri Microsoft. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af þessu nýja tæki út af tveimur ástæðum:
a) síminn væri of dýr
b) hann væri einungis með skjályklaborð, og þar af leiðandi ekki góður kostur fyrir þá sem nota símann vegna vinnu sinnar.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá viðtalið þar sem Ballmer lætur þessi orð falla: