fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Biðinni er lokið, það er komið untethered jailbreak er komið fyrir Apple TV 5.0.1. Þar sem að jailbreak fyrir iPhone, iPad og iPod touch helst jafnan í hendur við jailbreak á Apple TV, þá er nú komið untethered jailbreak komið fyrir Apple TV 5.0.1, en jailbreak fyrir áðurnefnd tæki var gefið út fyrir stuttu

Við bendum á að þetta jailbreak virka ekki fyrir Apple TV 3 sem kom á markað í mars síðastliðnum. Hér að neðan eru svo leiðbeiningar sem sýna hvernig jailbreak er framkvæmt.

Fyrr í vikunni var greint frá því að jailbreak yrði væntanlegt innan tíðar, og fyrr í dag var Absinthe 2.0 gefið út með pompi og prakt á HIBT ráðstefnunni (Hack in the Box).

Absinthe jailbreak forritið er til á Mac, Windows og Linux, þannig að svo lengi sem að þú átt fartölvu eða heimilistölvu, þá ættirðu að vera góðum málum. Absinthe virkar á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1 nema Apple TV 3.

iPhoneMargir kannast við það að fara í stutt ferðalag, koma svo heim og símreikningurinn slagar upp í verð farmiðans. Ástæðan fyrir því er sú að þegar maður er staddur erlendis, þá er síminn í svokölluðum „Data Roaming“ ham, þannig að þú ert ekki að nota áskriftina þína, heldur borgar fyrir hvert megabæti sem þú nærð í. Verð fyrir 1 MB í Bandaríkjunum er t.d. frá 1500 og upp í 2000 kr, þannig að með heimsókn á örfáar heimasíður getur verið dýrara en kvöldmaturinn þinn. Til að koma í veg fyrir háan símreikning er hægt að gera tvennt.

Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og nú Google+ hafa náð mikilli útbreiðslu á undanförnum árum (Facebook þá einna helst). Eins og flestum er kunnugt um þá er Facebook stóri bróðir þegar samfélagsmiðlar eru annars vegar, og fyrirtækið hefur að vissu leyti breytt því hvernig einstaklingar hafa samband við hvorn annan, því fólk notar nú tölvupóst í minna mæli og sendir frekar bara Facebook skilaboð eða skrifar á vegginn hjá viðkomandi aðila.

Franski forritarinn pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni fyrir stuttu, að verið væri að leggja lokahönd á untethered jailbreak fyrir iOS 5.1.1.

Þetta nýja jailbreak mun virka á öllum tækjum sem keyra iOS 5.1.1, að undanskildu Apple TV 3. Það þýðir að hægt verður að jailbreaka eftirfarandi tæki: iPhone 4S, iPhone 4, iPhone 3GS, nýja iPadinn (iPad 3), iPad 2, iPad, iPod touch 4G/3G og að lokum Apple TV 2.

Windows 8 logo

Margir kannast við það hvimleiða vandamál að tölvan verður hæg eftir nokkurra mánaða notkun. Lausnin við því er þá oftast að prófa einhver hreinsunarforrit sem gera mismikið gagn, en vafalaust er besta ráðið að forsníða (e. format) tölvuna.

Á Windows 8 er það leikur einn, því nú býður stýrikerfið upp á tvo kosti, annars vegar Refresh the system og hins vegar Reset the system.

iPadMeð auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.

Hér á síðunni höfum við farið út í sum þessara ráða, t.d. hvernig maður skrifar íslenskan texta á leifturhraða, auk þess hvernig maður skiptir upp lyklaborðinu á iPad sem keyrir iOS 5. Auk ofangreindra ráða þá eru fimm til viðbótar sem hægt er að sjá í myndbandinu fyrir neðan