fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Google+Laust fyrir helgi þá kynnti Google til sögunnar nýtt viðmót á samfélagsmiðlinum Google+.

Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á viðmótinu, sem voru gerðar með það að markmiði að einfalda notendum bæði að skoða og deila efni.

Þegar iPhone 4S síminn frá Apple kom á markað í nóvember 2011, þá kynnti fyrirtækið einnig til sögunnar iTunes Match.

iTunes Match er þjónusta, sem tengist iCloud skýþjónustunni náið, en með henni geturðu geymt allt að 25.000 lög í iCloud, og  nálgast hvar og hvenær sem er.

Ef lögin eru til í iTunes Store, þá er þér heimilt að sækja þau þaðan hvenær sem er, og það hefur engin áhrif á iCloud plássið þitt. Ef þú átt svo einhverja titla sem ekki eru til í iTunes Store (t.d. marga íslenska diska) þá dregst það magn frá iCloud plássinu þínu, þannig að ef þú ert bara að nýta þér iCloud sem ókeypis þjónustu þá gætirðu þurft að uppfæra aðganginn þinn þar ef þú ætlar að skella öllum verkum Megasar inn í iTunes Match.

Sniðug þjónusta, en hængurinn á henni er að hún er einungis í boði í vissum löndum, og Ísland er ekki þar á meðal. Við deyjum þó ekki ráðalausir, og með því að fylgja leiðarvísinum að neðan, þá getur þú byrjað að nota iTunes Match innan örfárra tíma.

iphoneattFráþví 8. apríl síðastliðinn, þá er hægt að opna (einnig oft talað um þetta sem aflæsingu) iPhone síma sem eru læstir á símkerfi AT&T í Bandaríkjunum.

Með því fylgja leiðbeiningunum að neðan, þá getur þú verið með opinn iPhone síma, sem er laus við allt vesen. Það þýðir að mögulegt verður að uppfæra og restore-a símann hvenær sem er án nokkurra vandræða.

Mac OS X LionHefur þú slökkt á tölvunni þinni með því að halda Power takkanum inni í dágóðan tíma? Þrátt fyrir að þú hafir gert þetta án þess að skaði hafi hlotist af aðgerðinni, þá er mælt með því að temja sér vönduð vinnubrögð og slökkvi á tölvunni með réttum ætti, því annars gæti t.d. mikilvægt skjal hlotið einhvern skaða (og það viljum við ekki).

Hægt er að að slökkva, endurræsa eða setja Mac tölvuna í svefn með tvennum hætti án nokkurra aukaforrita.

Facebook kaupir Instagram

Facebook tilkynnti í gær að það hefði keypt Instagram á einn milljarð dollara, eða tæplega 130 milljarða króna. Kevin Systrom forstjóri Instagram og Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, greindu frá kaupunum í fréttatilkynningum sem þeir sendu frá sér, hvor í sínu lagi.

Systrom sagði að þrátt fyrir kaup Facebook, þá myndi þróun Instagram halda áfram, þannig að notendur þurfa ekki að óttast það að Facebook Photos forrit eða eitthvað þvíumlíkt sé væntanlegt, með öllum helstu eiginleikum Instagram.

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.