Þegar maður lítur á vinsældir Angry Birds, þá finnst manni heldur ótrúlegt að þegar leikurinn var enn í þróun þá munaði litlu að þessi vinsæli leikur myndi aldrei líta dagsins ljós, þar sem að rekstur leikjafyrirtækisins Rovio gekk miður vel.
Windows: Að afrita skrár milli diska á Windows er ekkert grín, og þeir sem hafa segja ekki farir sínar sléttar af afritun gagna með Windows Explorer talar oft um Microsoft mínútur, sem á rætur að rekja til þess að 10 Microsoft mínútur jafngildi mögulega 15-20 raunmínútum.
Þá kynnum við til sögunnar TeraCopy, sem bindur enda á öll þessu vandamál.
Ef þú átt ísskáp (og eldhússkáp) fullan af mat en hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að elda, þá getur vefsíðan SuperCook komið þér til hjálpar.
Það er ekki svo galið í byrjun mánaðarins að líta yfir farinn veg og sjá vinsælustu auglýsingarnar á myndbandavefnum YouTube í febrúar. Vefmiðillinn Mashable tók saman vinsælustu auglýsingar febrúarmánaðar og birti þær á vef sínum. Það kemur eflaust fáum á óvart að hluti af þessum auglýsingum voru frumsýndar fyrir Super Bowl, sem fór fram 5. febrúar síðastliðinn.
Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.
iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.
Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu.
Microsoft hefur gefið út Consumer Preview útgáfu af Windows 8 stýrikerfinu, sem áætlað er að komi út á síðari hluta þessa árs. Microsoft gerir þann fyrirvara á Windows blogginu að Consumer Preview útgáfan sé einungis frumútgáfa af stýrikerfinu, og því megi búast við ýmsum villum.
Einungis 2 mánuðir eru liðnir af árinu 2012, en spekingar eru þegar farnir að spá því að Pinterest verði sá samfélagsmiðill sem muni hvað helst ryðja sér til rúms á árinu.
Fyrirtækið Lemon.ly tók saman helstu upplýsingar um fyrirtækið, notendur þess og margt fleira, og birti niðurstöður sínar í eftirfarandi skýringarmynd:
Mac/iOS: Margir sem hafa nú nýtt sér skýþjónustuna iCloud frá Apple hafa tekið eftir því að dagatöl sem þeir voru áskrifendur að birtast ekki lengur jafnt á tölvu og iPhone símum eða öðrum iOS tækjum. Með því að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum þá ætti að vera hægt að fá þau til að virka á ný.
Margir eigendur iOS tækja tengja iCloud svo mikið við Apple og Mac tölvur, að þeir halda jafnvel að einungis sé hægt að nýta sér þjónustuna til að hafa tölvupóst, tengiliði, dagatöl og fleira stillt saman ef Mac tölva er á heimilinu. Svo er ekki.
Að neðan má sjá leiðbeiningar til að setja upp iCloud á Windows.
Mac: Hugbúnaðarsíðan MacUpdate er með sérstaka útsölu af Call of Duty 4: Modern Warfare, en í dag (þ.e. þangað til 23:59 að bandarískum tíma), þá kostar leikurinn einungis $14.99 eða tæpar 2000 krónur, en leikurinn er almennt seldur á u.þ.b. 5000 krónur hérlendis (og nýjustu útgáfur leiksins á 9-12 þúsund krónur.