![]()
Almennt er talið hver einstaklingur þurfi 8 tíma svefn á degi hverjum, til þess að hann hámarki getu og virkni í starfi og leik. Nýjar rannsóknir hafa svo leitt í ljós að þetta sé einstaklingsbundið, þannig að sumir einstaklingar þurfi minna eða meira en 8 tíma svefn á sólarhring á meðan aðrir þurfa 8 tíma svefn.
Vefsíðan Sleepyti.me (tengill neðst) miðar að því að hjálpa manni að vakna, hvort sem maður þarf að vakna eftir 3 tíma eða 9 tíma, án og markmiðið er að með notkun síðunnar að maður vakni ekki þreyttur eða önugur (þótt maður verði eflaust þreyttur þegar líður á daginn ef maður tekur einungis 2-3 tíma svefn)

Ef þér finnst netið á símanum vera hægara en gamla 56k tengingin þín árið 1996 þá er einfalt ráð til við því, sem virkar í mörgum tilfellum. Lausnin felst í því að nota ekki sjálfgefna DNS þjóna, heldur bæta við DNS þjónum frá annaðhvort Google eða OpenDNS.

Flestir sem hafa sótt fleiri en tvö heimboð þar sem áfengi er haft um hönd hafa eflaust séð einhvern af gestunum opna bjórflösku með kveikjara. Í næsta teiti þá getur þú gert gott betur og beðið um eitt autt blað til að opna bjór, ef enginn upptakari er til staðar.
Instagram, iOS forrit ársins skv. Apple, gerði nokkrar breytingar á á kerfi sínu síðastliðinn föstudag, sem snúa að tengi við Facebook. Með þessum breytingum er Facebook vinum gert auðveldara að skoða og deila myndum sem koma frá Instagram á Facebook en áður, sem gæti valdið fjölgun notenda á þessari annars vinsælu þjónustu.
Ef þú hefur jailbreak-að iOS tæki (iPhone, iPad, iPod Touch) á iOS 5.0.1 símann þinn, þá getur vel verið að iBooks virki ekki á tækinu þínu, sem er skiljanlega heldur hvimleitt. Einföld lausn er við þessu, sem krefst þess að þú SFTP-ir inn á tækið þitt.
Windows 7: Þeir sem hafa verið með Windows stýrikerfið frá Microsoft undanfarin 10 ár eða svo kannast kannski við þá þróun að Microsoft eru farnir að setja svokallað borðaviðmót (e. ribbon interface) efst í forritin sín.