fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Facebook tekur alltaf einhverjum breytingum á nokkurra mánaða fresti, notendum ýmist til ánægju eða mæðu. Meðal breytinga sem voru gerðar á þessum vinsæla samskiptamiðli var svokallað „Theater mode“ sem birtist nú alltaf þegar maður er að skoða myndir. Með Social Fixer (tengill í lok greinar) er hægt að slökkva á því, ásamt því sem hægt er að gera margar litlar breytingar, sem falla að óskum notandans.

XBMC fékk stóra uppfærslu um jólin, þegar betaútgáfa af XBMC 11.0 kom út, sem hefur fengið nafnið „Eden“. XBMC Eden felur meðal annars í sér minna álag á örgjörva, og betri stuðning við iOS. Á heimasíðu XBMC má finna ítarlega færslu um helstu breytingarnar.

Að neðan má sjá stuttan leiðarvísi til að setja upp XBMC á Apple TV, ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn (ef ekki þá er hægt að fylgja leiðarvísi okkar til að gera það)

Rétt eins og það er komið untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1, þá er það nú líka komið fyrir Apple TV 4.4.4. Við mælum því með því ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2 og vilt spegla tækið með Airplay Mirroring.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan má sjá hvernig Airplay Mirroring virkar í framkvæmd, þannig að þú getur tekið ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig, og í leiðinni hvort þú viljir uppfæra úr 4.3 yfir í 4.4.

Nýr liður, Heimilisráð, er að byrja hér á Einstein.is, sem miðar að því að koma með ýmis ráð sem ekki tengjast tækni og tölvum (annaðhvort lítið eða ekki neitt), en miða þó að því að gera daglegt líf manns auðveldara eða þægilegra með einhverju móti.

Liðurinn verður prófaður í einhvern tíma, og síðan ákvörðun tekin um áframhald hans eftir því hver viðbrögðin verða

Fyrsta færslan í þessum lið er eftirfarandi myndband, sem sýnir hvernig maður getur gert ýmsa hluti mun hraðar en flestir gera þá. Ber þar að nefna hluti eins og að brjóta saman boli, skræla kartöflur, taka skurn af eggi, búa til sorbet ís á svipstundu og fleira.

Windows: Ef þú átt annaðhvort Windows tölvu og Mac lyklaborð, eða Mac tölvu og keyrir Windows líka á henni með BootCamp eða öðrum leiðum, þá getur verið að þú kannist við það vandamál að F1-F12 takkarnir virki ekki sem skyldi í Windows.

Apple Wireless Keyboard Helper er bót á máli, en þetta litla forrit gefur manni PrintScreen takka á Apple lyklaborði í Windows, iTunes stjórnun og fleira.

Apple TV 2Eins og áður hefur verið greint frá, þá er útgáfa 4.4.4 komin út fyrir Apple TV, sem býður m.a. upp á AirMirroring og Photo Stream í iOS 5, texta með sumu myndefni í Netflix og fleira.

Þá er jailbreak fyrir Apple TV komið fyrir 4.4.4, en það er einungis tethered, þannig að ef maður þarf að endurræsa Apple TV eða taka hann úr sambandi (sem getur gerst) þá þarf maður að ræsa hann með hjálp tölvu.

iPhoneEftirfarandi ráð eru kannski sjálfsagður hlutur í augum sumra, en opnar augu annarra svo um munar, þannig að það er látið flakka.

Til að taka skjáskot af því sem er að gerast á skjánum ykkar hverju sinni, þá haldið þið einfaldlega Home takkanum inni og ýtið svo á Sleep/Mute ofan á símanum. Passið bara að halda Home takkanum ekki of lengi inni því þá virkjið ýmist Siri á iPhone 4S eða Voice Control á eldri sínum.

Cydia

Áhugamenn um jailbreak ættu að taka gleði sína á ný, því fyrr í dag kom untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1. Pod2g greindi frá því á Twitter síðu sinni í byrjun nóvember að hann væri búinn að finna villu í iOS5, þannig að hann hægt væri að framkvæma untethered jailbreak á iOS 5.0.1. Tæpum tveimur mánuðum síðar er jailbreak-ið komið út, eftir þrotlausa vinnu frá bæði iPhone Dev-Team og Chronic Dev-Team.

Jailbreak-ið virkar fyrir öll iOS tæki sem geta keyrt iOS 5 að frátöldum iPhone 4S og iPad 2.

CydiaiOS 5 og Jailbreak: Ef þú ert með iOS 5 uppsett á þínum iPhone, iPad eða eða iPod Touch, þá veistu mögulega að innbyggður stuðningur við Twitter fylgir stýrikerfinu.

Ef þú hefur jailbreak-að þitt tæki, og þarft að koma skilaboðum á framfæri eins fljótt og auðið er, þá geturðu tweetað beint úr Home Screen með því að setja upp einfalda viðbót sem heitir Twicon.

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.

iOS: Tölvuleikjafyrirtækin EA og Gameloft eru í þvílíku jólaskapi þessa dagana, og hafa snarlækkað verðið á meira en 100 leikjum sem allir eru seldir í App Store. Á listanum má finna leiki, sem kostuðu allt upp í $9.99, sem kosta nú einungis $0.99.

Meðal leikja sem eru í boði á þessu lækkaða verði frá EA eru Battlefield: Bad Company, Boggle, FIFA 12, NBA Jam, Madden NFL 12, RISK og margir fleiri. Frá Gameloft má nefna leikina NOVA 2, Driver, Spider-Man: Total Mayhem, Tom Clancy’s Ranbow Six: Shadow Vanguard og 12 leiki til viðbótar.