fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

google-music.jpg

Ef þig langar að nálgast alla tónlistina þína (eða hér um bil) hvar sem er, hvenær sem er, þá er Google Music eitthvað sem þú ættir að skoða, ekki síðar en núna. Þjónustan, sem var að koma úr beta útgáfu, gerir þér kleift að hlaða allt að 20.000 lögum (ég endurtek, 20.000 lögum) á vefþjóna Google, þannig að þú getir hlustað á þau hvar sem þú ert í heiminum. Hængurinn á þessari ágætu þjónustu er að hún er einungis í boði fyrir Bandaríkjamenn, en blessunarlega þá kunnum við ráð við því.

Chrome: Nú þarftu ekki lengur að fara inn á Já.is til að senda SMS af netinu, því viðbót fyrir Google Chrome hefur staðið okkur Íslendingum (og raunar útlendingum líka ef út í það er farið) sem einfaldar þetta til muna.

Uppsetning er sáraeinföld. Setjið upp viðbótina og takið svo eftir Já.is merkinu sem birtist hægra megin við veffangsstikuna (e. address bar). Það er hann stebbix sem á heiðurinn að þessari ágætu viðbót, sem er ekkert nema snilld.

Gmail: Ég nota Gmail-ið mitt oft sem nokkurs konar skráarsafn, þannig að ég sendi skjöl á sjálfan mig með viðhengi, án þess að nokkur texti sé í meginmáli. Sama á við ef maður sendir tölvupóst á annan aðila til að spyrja einfaldrar spurningar, þar sem titill pósts er eini textinn. Í þessum tilvikum þá er nokkuð pirrandi að fá eftirfarandi skilaboð á skjáinn þegar maður smellir á Senda:

Í gær gaf Skakkiturn ehf. (sem rekur Apple VAD á Íslandi í umboði Apple Inc.) út fréttatilkynning þess efnis að iPod nano spilarar, framleiddir og seldir tímabilið september 2005 – desember 2006 yrðu innkallaðir vegna galla á rafhlöðu.

Í þessu sambandi er vert að benda á að fyrsta kynslóð af iPod nano kom á markaðinn í september 2005, og í september 2006 kynnti Apple til sögunnar nýja kynslóð af iPod nano, þannig að ef þú átt fyrstu kynslóðar iPod nano, þá má segja að allar líkur séu á því að þinn iPod falli undir þetta. Fréttatilkynninguna má sjá að neðan:

iOS (iPhone/iPad/iPod Touch): Mikið var að kýrin bar. Þótt margir séu mjög sáttir með sjálfgefna póstforritið sem fylgir öllum iOS tækjum, þá eru sumir sem finnst eitthvað vanta í það, einkum þeir sem eru vanir því að nota Gmail, sem býður upp á virkilega marga eiginleika (sbr. 10 ástæður fyrir því að þú ættir að nota Gmail og leiðarvísinn til að stjórna mörgum netföngum með Gmail). 2.nóvember síðastliðinn þá kom Gmail forrit frá Google í App Store, en var kippt út eftir mjög stuttan tíma þar sem villa var í forritinu varðandi tilkynningar  (e. push notificiations).

Undanfarnar tvær vikur þá hafa starfsmenn Google unnið hörðum höndum að því að laga þessa villu (og fleiri) og í gærkvöld kom lagfærð útgáfa af forritinu.

iPhoneiPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

Google ChromeGoogle Chrome: Ef þér finnst þú vera að eyða allt of miklum tíma á ákveðnum vefsíðum, t.d. Facebook, þegar þú ættir að vera að vinna/læra eða gera eitthvað af viti, þá er ekki galið að gefa StayFocusd tækifæri til að sýna sig og sanna.

StayFocusd er, eins og nafnið gefur kannski til kynna, lítil viðbót fyrir Google Chrome, sem er til þess fallið að maður einbeiti sér að því verkefni sem maður tekur sér fyrir hendur, í stað þess að vera alltaf „bara aðeins að kíkja á Facebook“ eða eitthvað á þá leið.