fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Það hafa fáar vörur vakið jafnmikla athygli og iPhone síminn frá Apple sem þeir kynntu til sögunnar þann 4. október síðastliðinn. Notendur bjuggust þó við því að Tim Cook, forstjóri fyrirtækisins, myndi þar kynna til sögunnar iPhone 5 síma, og margir urðu þó fyrir vonbrigðum þegar uppfærð útgáfa af iPhone 4S var það „eina“ sem kom fram á kynningunni.

Viðbrögðin við símaum hafa samt sem áður ekki verið af verri endanum því Apple sló met í forpöntunum, og þegar þetta er ritað hafa yfir 4 milljón eintök verið seld af iPhone 4S.

iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.

Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.

RÚV logoVefur Ríkisútvarpsins hefur fengið uppfærslu (og það nokkur tímabæra) sem auðveldar bæði Mac notendum að horfa á efni af vefnum, auk þess sem eigendur snjallsíma og spjaldtölva geta nú bæði hlustað eða horft á efni af vefnum í tækjum sínum.

Nýi vefurinn ætti líka að kæta eigendur smátækja á borð við iPhone, iPad og Galaxy Tab, en nú er loksins hægt er að hlusta/horfa á efni á vefnum í slíkum tækjum (Einstein getur staðfest að vefurinn virkar í iOS tækjum (t.d. iPhone og iPad) en hefur ekki enn prófað vefinn í öðrum stýrikerfum á borð við Android, en leiða má líkur að því að það virki líka á Android).

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Google TalkGoogle Chrome: Þótt Facebook spjallið sé eflaust vinsælasta aðferð einstaklinga til að spjalla við vini og vandamenn, þá eru þó nokkrir sem nota Google Chat (einnig oft kallað Google Talk eða Gmail Chat meðal notenda) til að eiga samskipti við aðra aðila. Google Chat hefur það umfram Facebook að maður getur notað það sem hefðbundið IM spjall, en einnig notað það í hljóð- og/eða myndsamtöl við aðra (athugið þó að Facebook hefur boðað samstarf við Skype, þannig að það ætti að vera einhver breyting á því á næstunni).

Að neðan má viðbót fyrir Chrome, sem býður manni upp á að hafa Google Chat opið óháð því hvort að Gmail glugginn sé opinn hjá manni eða ekki, og birtir raunar Google Chat í þeim glugga sem er opinn hverju sinni.

doPDFWindows: doPDF er lítið forrit, sem gerir þér kleift að vista prentað skjal sem PDF. Þetta er bæði þægilegt og umhverfisvænt, því oft vill maður prenta út kvittun sem sönnun fyrir pöntun eða millifærslu en þá á maður annaðhvort ekki prentara eða blek (eða duft) í hann. Í slíkum tilvikum þá er forrit á borð við doPDF algjör snilld.

QuicksilverWindows/Mac/Linux: Ef þú hefur átt tölvu í meira en mánuð þá er Start Menu mögulega orðinn svo sneisafullur af drasli að þú ert 8-10 sekúndur að finna og opna forrit (sama á við um Mac notendur, nema Dock í stað Start Menu). Með því að ná í eitt lítið forrit, þá geturðu hagað málum þannig að með einum flýtivísi á lyklaborðinu (e. keyboard shortcut) þá geturðu opnað hvaða forrit sem er á svipstundu. Þú getur keyrt mörg þessara forrita saman, en þó mælum við með því að notendur velji eitt þeirra og haldi sig við það.