fbpx
Category

iPad

Category

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

iPad auglýsing - Alive

iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á markað í apríl 2010. Fyrirtækið sér samt ástæðu til að auglýsa spjaldtölvuna  í fjölmiðlum, og hefur nú sent frá sér tvær auglýsingar sem fyrirtækið telur að sælkerar fegurðarinnar.

Í auglýsingunum tveimur eru ýmis forrit í sviðsljósinu, sem sýna hvaða möguleikar sem eru í boði fyrir iPad og iPad mini eigendur.

TuneIn RadioNú lifum við á þeim tímum að eftir 5-10 ár er alls óvíst að vísitölufjölskyldan muni eiga hefðbundið útvarp í eldhúsinu sem ómar þegar börnin koma heim úr skólanum . Það er því ekki von að maður spyrji sig hvernig maður eigi þá að hlusta á Spegilinn, Víðsjána og Reykjavík síðdegis heima hjá sér ef ekkert útvarp er á heimilinu. Við á Einstein ætlum að bæta úr því með því að benda á forrit sem gerir þér kleift að hlusta á íslenskar útvarpsstöðvar í bæði iPhone og Android (og raunar líka Blackberry og Windows Phone 7).