Jailbreak: Ef þú hefur jailbreakað iOS tækið þitt (leiðarvísa til að framkvæma jailbreak má finna hér ) þá getur þú sett upp skemmtilega viðbót sem heitir Swipe For Mail. Eftir að uppsetningu á Swipe for Mail er lokið þá mætti halda að ekkert hafi gerst. Ekkert nýtt forrit á heimaskjánum (e. home screen) né heldur neinar aukalegar stillingar í Settings.
iOS: Ef þú ert áhugamaður um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og tekur þátt í draumaliðsleiknum á fantasy.premierleague.com, þá er iFantasyFootball…
Fyrirtækið Apple hefur sent frá sér tvær nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir iPhone 4S, og sem fyrr þá er aðstoðarkonan hún Siri í brennideplinum. Fyrri auglýsingin sýnir ferðalanga nýta Siri til að finna bestu leiðina á áfangastað sinn með Google Maps, og finna áhugaverða matsölustaði og fleira með Yelp, sem er staðbundið þjónustuforrit.
Tweetbot er vinsælasta Twitter forritið í App Store sem er ekki ókeypis, og ekki að ástæðulausu. Forritið kom eins og…
Ef þú ert vefstjóri á síðu, einni eða fleiri, þá getur verið skelfilegt að lenda í því að þú skreppur í bíó, kemur heim, og sérð þá að síðan þín er búin að vera niðri í 2-3 tíma. Pingdom er reyndar ekki svo gott að það komi í veg fyrir að síðan hrynji, en þjónustan kannar með reglulegu millibili hvort síðan þín sé uppi.
Ef Pingdom sér að síðan liggur niðri, þá færðu tilkynningu um hæl, ýmist í tölvupósti, sms-i, eða með tilkynningu í iPhone eða Android forritinu þeirra.
Hér kemur stuttur leiðarvísir um hvernig nemendur háskóla Íslands geta sett upp tölvupóst á símanum sínum. Ef þú ert með…
Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.
Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.