Við sögðum frá því fyrir stuttu að jailbreak fyrir iPhone 5 væri nánast tilbúið. Forritarinn Pod2g, sem jailbreak áhugamenn þekkja kannski til, renndi frekari stoðum undir það í Twitter færslu til jailbreak forritarans Planetbeing, þegar hinn síðarnefndi greindi alheimi frá árangri liðinnar viku hjá jailbreak forriturum.
Come on Apple. Release that 6.1 now! /cc @planetbeing @pimskeks @musclenerd
— pod2g (@pod2g) January 23, 2013

Jailbreak: Íslenskir iPhone, iPad og iPod touch notendur eru almennt nokkuð sáttir með iOS stýrikerfið frá Apple, en flestir eru þó sammála um að stuðningur við íslenskt lyklaborð mætti vera betri.
iOS Jailbreak: Eitt af því sem er frekar pirrandi við að setja inn (og sérstaklega uppfæra) forrit úr App Store á iPhone eða iPad er að í hvert skipti þá þarftu að slá inn App Store lykilorðið þitt. Vissulega er ákveðið öryggi sem fylgir þessu, en ef þú nærð einkum í ókeypis forrit eða treystir þeim sem eru nærri þér fyrir iOS tækinu þínu, þá geturðu forðast þessa örlitlu seinkun í hvert skipti sem þig langar að svala þorstanum og ná þér í nýtt forrit.
