Category

Jailbreak

Category

Cydia logo - 150x150Ef þú átt aflæstan iPhone síma (sjá grein um muninn á opnum, aflæstum og læstum símum) og uppfærðir í iOS 5 til að geta nýtt þér iMessage, Notification Center og fleiri nýjungar, þá er heldur leiðinlegt að horfa upp á farsímanetið kikna í hnjánum þegar þú ætlar að nota staðsetningarþjónustu í forritum á borð við Facebook, FourSquare, Google Maps o.fl.

Lausnin við þessu er í þessum litla leiðarvísi að neðan:

Með útgáfu nýrra iOS kerfa, lenda eigendur eldri tækja í því að þau verða hægari í keyrslu. Þetta var tilfellið með iPhone 3G í iOS 4, og virðist aftur vera að gerast með iPhone 3GS á iOS 5. Ef þú hefur jailbreakað iPhone símann þinn (eða iPad, iPod Touch) og vistað svokölluð SHSH blobs þá geturðu niðurfært í lægri útgáfu á ný. Ástæðan fyrir því að þörf er á að vista þessi SHSH blobs, er að Apple vottar allar uppfærslur, og þegar nýjar uppfærslur koma út, þá hætta þeir að votta eldri kerfi.

iOS/Jailbreak: Ef þú hefur jailbreak-að iPhone símann þinn eða annað iOS tæki, þá getur verið að þú lendir í því að eitt af uppáhalds Cydia forritunum þínum virki ekki lengur. Ástæðan er oft sú að nýjar og stöðugri útgáfar eru komnar sem bæta forritin.

Margir spá lítið í því að uppfærslur komi fyrir Cydia forrit, en uppfærslur á forritum eða viðbótum þar eru tíðar og nýta sér oft nýjustu möguleika iOS stýrikerfisins að fullu.

Hakkarann pod2g þekkja flestir sem hafa fylgst náið með iOS 5 jailbreak fréttum, en hann er fremstur í flokki þeirra sem hafa unnið að því að búa til untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1.

Fyrst tókst honum að gera jailbreak fyrir öll tæki nema iPhone 4S og iPad 2, og nú hefur hann gert gott betur en hann hefur nú náð að framkvæma untethered jailbreak á iPhone 4S og iPad 2 með iOS 5.0.1.