fbpx
Category

Jailbreak

Category

Apple TV 2Eins og áður hefur verið greint frá, þá er útgáfa 4.4.4 komin út fyrir Apple TV, sem býður m.a. upp á AirMirroring og Photo Stream í iOS 5, texta með sumu myndefni í Netflix og fleira.

Þá er jailbreak fyrir Apple TV komið fyrir 4.4.4, en það er einungis tethered, þannig að ef maður þarf að endurræsa Apple TV eða taka hann úr sambandi (sem getur gerst) þá þarf maður að ræsa hann með hjálp tölvu.

Apple TV 2Áður hefur verið rakið hvernig maður framkvæmir jailbreak á Apple TV og setur upp XBMC, og einnig hvernig Plex er sett upp eftir jailbreak.

Með útgáfu 4.4 fyrir Apple TV (iOS 5) þá bættust við ýmsir möguleikar í kerfinu eins og AirPlay Mirroring, sem býður upp á video speglun, þ.e. að að spegla hvaðeina sem er að gerast á iPhone 4S eða iPad 2 í sjónvarpinu (áður takmarkað við myndir, myndbönd og tónlist). Önnur helsta nýjungin er Photo Stream, sem gerir notendum iOS 5 tækja kleift að skoða myndir sem teknar eru á tækjunum þar sem þær eru vistaðar í iCloud.

iPhone

Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.

Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.