fbpx
Category

Apple

Category

SiriEf þú átt iPhone 4S eða nýrra iOS tæki þá hefurðu eflaust prófað að leika aðeins við aðstoðarkonuna hana Siri. Þótt auglýsingar frá Apple hafa kynnt Siri sem helstu stoð og styttu eigandans þá er það ekki tilfellið hjá íslenskum notendum, þar sem að Siri skilur ekki íslensku, og notagildir því talsvert minna.

Þótt Íslendingar noti Siri ekki til að skrifa tölvupósta eða til að finna veitingastað þegar haldið er út á land, þá er samt áhugavert að sjá hvað Siri getur gert fyrir mann. Tvær leiðir eru til að komast að því:

iPhone 5 - thumbnailÞegar Apple kynnti iPhone 4S fyrir rúmu ári síðan, þá fylgdi það sögunni að símann væri hægt að nota út um gjörvallan heim. Neytendur gátu þannig keypt símann hvar sem er í heiminum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af stuðningi við símafyrirtækin í föðurlandinu. Af þessu leiddi að íslenskir ferðamenn gátu sparað sér þó nokkra túskildinga þegar hægt var að kaupa ólæstir iPhone símar komu í almenna sölu í Apple Store á $649 og upp úr.

Það sama er ekki uppi á teningnum með iPhone 5. iPhone 5 er að vissu leyti hægt að nota út um allan heim sem eðlilegt símtæki og 2G/3G farnet. Málið vandast þegar talið berst að LTE (eða 4G) háhraðafarneti.

Temple Run 2 - Gameplay

Framhald af hinum vinsæla Temple Run frá Imagi Studios er kominn í App Store fyrir iPhone, iPad og iPod touch.

Tilgangur leiksins er sá sami, þ.e. að hlaupa undan skrímslinu sem reynir að ná þér og safna pening í leiðinni. Hljómar ekki spennandi, en leikurinn er tilvalinn til að láta nokkrar mínútur líða eins og sekúndur ef röðin í bankanum er aðeins of löng fyrir þinn smekk.