iOS 6 stýrikerfið hefur hingað verið þrándur í götu þeirra sem vilja framkvæma jailbreak á tækjunum sínum. Einungis er hægt að framkvæma svokallað tethered jailbreak á iPhone 4 og eldri tækjum, sem krefst þess að notendur ræsi símann með hjálp tölvu ef hann rafhlaðan tæmist eða einhver slekkur á símanum.
Hið eftirsóknarverða untethered jailbreak er ekki komið fyrir sömu tæki, og ekkert jailbreak fyrir iOS 6 fyrir þá sem eiga iPad 2, iPhone 4S eða nýrri tæki. Bráðum kemur þó betri tíð með blóm í haga, ef eitthvað er að marka forritarann og jailbreak sérfræðinginn Planetbeing.