fbpx
Category

Apple

Category

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

CCleanerWindows/Mac: Ef þér finnst þú aldrei vera með pláss á harða disknum , eða þá að tölvan er orðin of hæg, þá ættir þú að prófa CCleaner, sem er ókeypis forrit frá fyrirtækinu Piriform. Oftar en ekki, þá er tölvan manns orðin hæg af því að það er allt of mikið af drasli inni á tölvunni sem veldur því að viðbragðstími tölvunnar eykst, eigandanum til mæðu.

Hér kemur CCleaner til sögunnar, en forritið losar þig við þetta rusl (c-ið í CCleaner stendur fyrir crap) með mjög einföldum hætti, og bónusinn er sá að tölvan verður oft hraðari fyrir vikið (við getum ekki tryggt að það gerist, en reynslan er sú að notendur eru almennt ánægðari með tölvurnar sínar eftir að þeir keyra forritið).

iOS 5 var gefið út fyrir skömmu síðan með pompi og prakt, og ein af helstu nýjungum við kerfið er hvernig tilkynningar (e. push notification) birtast notanda. Með Notification Center eru allar tilkynningar á einum stað, svo þær detti ekki út eins og þær gerðu áður fyrr ef maður opnaði símann í eldri kerfum. Sjálfgefnar stillingar eru að birta ósvöruðum símtölum og skilaboðum, en að neðan má sjá leiðbeiningar til að tilkynningar um hversu margir tölvupóstar eru ólesnir komi í Notification Center.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar: