Snjallsíminn Galaxy S4 frá suður-kóreska raftækjaframleiðandanum Samsung er nú kominn á markað, en neytendur viða um heim hafa beðið eftir símanum með nokkurri eftirvæntingu frá því hann var kynntur fyrir rúmum mánuði.
Bandaríska tæknifyrirækið Microsoft og flatbökukeðjan Pizza Hut hafa tekið höndum saman, en Xbox 360 geta nú pantað sér pizzu frá…
Bandaríski samfélagsmiðilinn Twitter svipti í dag hulunni af þjónustunni Twitter #music sem fyrirtækið segir að muni breyta því hvernig fólk finnur tónlist á netinu.
Þjónustan byggir (eðlilega) á Twitter, og fer í gegnum Twitter færslur til að finna vinsælustu lögin hverju sinni, og hugsanlegar stjörnur morgundagsins. Lögin á Twitter #music koma frá þremur tónlistarveitum: iTunes, Spotify eða Rdio.
Sprota- og hugbúnaðarfyrirtækið OZ mun bráðum bjóða íslenskum Apple TV eigendum upp á nýja og byltingarkennda leið til að horfa…
Bandaríski samfélagsmiðilinn LinkedIn greindi nýverið frá því að fyrirtækið hafi keypt fréttaforritið Pulse á 90 milljónir dollara, jafnvirði 10,5 milljarða króna.
Pulse komst á listann okkar yfir 50 ómissandi iPhone forrit, en forritið býður upp á skemmtilega leið til að lesa efni á símanum, svo notendur geti fylgst með áhugaefnum sínum.
Apple mun kynna nýja línu af Mac Pro tölvum á næstunni, samkvæmt heimildum Mac Daily News, og er talið líklegt…
Fyrir nákvæmlega þremur árum þá markaði nýtt tæki straumhvörfum í tækniheimum. iPad spjaldtölvan frá Apple.
Margir spáðu því að útgáfa tölvunnar myndi misheppnast hjá Apple, og sumir sögðu að fyrirtækið hefði betur einbeitt sér að gerð fistölvu (e. netbook), en slíkar tölvur voru mjög vinsælar á þeim tíma. Þremur árum síðar eru spjaldtölvur til á mörgum heimilum, en fistölvur á undanhaldi.