FixYa hefur að geyma eitt stærsta safn af spurningum og svörum notenda um ýmis málefni. Fyrir stuttu síðan tók vefurinn saman fyrirspurnir notenda varðandi varðandi snjallsíma þeirra, og flokkuðu þær eftir framleiðanda.
Apple gaf nýlega út iOS 6.1.3 sem lagfærir villur sem gerði notendum kleift að í komast fram hjá Passcode á iPhone…
Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti nýjustu afurð fyrirtækisins, snjallsímann Samsung Galaxy S4, á viðburði sem fyrirtækið stóð fyrir í New York í gær.
Galaxy S4 er léttari og þynnri en forveri sinn, Galaxy S3, en er annars mjög svipaður í útliti. Síminn er með fimm tommu skjá og 441ppi upplausn sem getur spilað myndbönd í fullri háskerpu (1080p). Einnig er hægt að hlaða símann þráðlaust.
Bandaríska tæknifyrirtækið Google greindi nýlega frá því að Google Reader verði lagður á hilluna 1. júlí næstkomandi. Í tilkynningu sem…
LastPic er skemmtileg viðbót fyrir þá sem framkvæmt jailbreak á iPhone símanum sínum eða öðrum iOS tækjum.
Viðbótin gerir manni kleift að senda síðustu myndina sem tekin var á símanum með einum smelli. Þessi eiginleiki er þegar til staðar í Twitter forritinu Tweetbot [App Store tengill] og hefur notið mikilla vinsælda þar.
Það getur verið hagkvæmt fyrir íslenska Apple TV eigendur að vera með bandarískan Apple reikning, svo hægt sé að leigja…
Líklegt þykir að næsta kynslóð af iPhone símanum frá Apple, iPhone 5S, muni koma á markað í ágúst á þessu ári. Einnig er talið að nýr iPad og iPad mini muni verða kynntir á næstu mánuðum.